Námsmannaútgáfa Examinare. Könnunartól sem þú getur treyst á.

Námsferlið er alltaf fullt af óvenjulegum verkefnum, þröngum tímamörkum og skorti á aðstoð. Við höfum langa reynslu af þessu ferli og vinna okkar með kannanakerfi Examinare fyrir nemendur er byggð á þessari löngu reynslu.

Búðu til og settu í gang allt að 2 kannanir samtímis með ótakmörkuðum svörum og viðtakendum og með öllum kannanamöguleikum. Fáðu fljóta aðstoð fagfólks við vinnuna í kannanakerfinu frá þjónustuteymi okkar á netinu með spjalli eða tjölvupósti. Allt sem þú munt nokkurn tíma þurfa er innifalið í 3 mánaða nemendaútgáfu.

Sérstök útgáfa fyrir námsferlið.

Sem nemandi þá hefur þú þau forréttindi að nota kannanakerfið okkar án nokkurra takmarkana fyrir einstaklega lágt verð. Það ert þú en ekki við, sem velur hvaða aðgerðir þú þarft í rannsókninni. Notaðu nemendaútgáfu Examinare fyrir allar kannanir sem tengjast námi þínu. Eina skilyrðið sem fylgir þessu einstaka tilboði er að senda okkur afrit af nemendaskírteini þínu og (ef þarf) inngöngubréf frá háskóla þínum.

Sérstök áhersla lögð á þarfir þínar.

Með Examinare þá færð þú þjónustu sem er erfitt að finna á internetinu í dag. Við skiljum þarfir þínar fullkomlega. Það er þess vegna sem við skiljum þig aldrei eftir þegar reikningur hefur verið pantaður. Þú þarft ekki að leita eftir hjálp á spjallsvæðum eða annarsstaðar, skrifaðu okkur bara og fáðu svar eins fljótt og mögulegt er.

Ólíkt öðrum seljendum kannanakerfa þá er enginn falinn kostnaður með Examinare fyrir aukalega virkni (sem þú munt alltaf þurfa). Ótakmörkuð virkni til þjónustu fyrir þig frá upphafi.


Verð fyrir námsmanna-útgáfu

Notaðu það í allt að 12 mánuði. Skilmálar með nemendaútgáfu Examinare eru sveigjanlegir. Upphaflegur reikningur gildir í 3 mánuði og hægt að loka honum hvenær sem er inni á viðskiptavinasvæði þínu eftir að þú hefur lokið könnunarverkefni þínu. Að auki er hægt að nota nemendaútgáfuna í allt að 12 mánuði en eftir það þarf að uppfæra hana í fyrirtækja- eða ótakmarkaðan reikning fyrir frekari vinnu. (Hafðu samband við okkur um verð í þessu tilfelli)Námsmanna-útgáfa
15 EUR
  • Ótakmörkuð svör, kannanir og viðtakendur
  • Gefðu út 3 kannanir samtímis
  • Fyrirfram tilbúið sniðmátasafn
  • Stuðningur í formi tölvupósts
  • Stuðningur í formi beins spjallþráðar
  • Símastuðningur
  • 1 kerfisstjóra notandi
  • Viðbótarnotendur 10% afsláttur
  • Þörf er á skólaskráningu
  • 3 mánaða áskrift