Kennara-útgáfa Examinare, grunntól kennara fyrir rannsóknir.

Kröfur kennara til kannanakerfis eru þó nokkuð öðruvísi en hjá öðrum starfssviðum. Að komast að því hvað nemendum þykir um námskeiðið, hvernig þeir eru að höndla álagið og hvað þeim líkar eða líkar ekki, ásamt því að mæla hversu virkir þeir eru og skilvirkni námsbrautanna, eru aðeins nokkur svið sem kannanakerfi okkar er notað fyrir á hverjum degi. Hafandi í huga þessar og margar aðrar kröfur fyrir nám þá höfum við búið til aðskilda, einstaka lausn fyrir mikilvægasta fólkið í hverju lærdómsferli.

Búðu til samtímis eins margar kannanir og þú þarft með ótakmörkuðum svörum og öllum kannanamöguleikum sem þú munt nokkurn tíma þurfa. Fáðu fljóta aðstoð fagfólks við vinnuna í kannanakerfinu frá þjónustuteymi okkar á netinu með spjalli eða tjölvupósti.

Fullþýtt kannanakerfi.

Þú þarft ekki að eyða miklum tíma í að venjast kannanakerfi okkar því það er þegar fáanlegt á þínu tungumáli. Kannanakerfi Examinare ásamt handbók með nánari upplýsingum er ekki aðeins einfalt að skilja heldur líka fáanlegt á meira en 30 tungumálum. Þannig að með því að vinna með okkar lausn getur þú sparað mikinn tíma og notað hann í að gera kannanir þínar betri í stað þess að vera alltaf að leita að aðgerðinni sem þú þarft og giska á hvað hún gerir í raun og veru.

Fullkomlega samhæft við SPSS

Ert þú að nota SPSS fyrir þínar tölfræðilegu greiningar? Þá getur þú á auðveldan hátt, eftir að hafa safnað saman niðurstöðum kannana þinna í kerfi okkar, niðurhalað gögnum þínum með einum músarsmelli á ".sav" eða ".sps" sniði og haldið áfram að greina þau með SPSS.

Fullkomlega sérsníðanleg lausn.

Kannanakerfi Examinare hefur mikið af tilbúnum kannanauppsetningum en þú getur líka búið til þína eigin til að gera könnun þína einstaklingsbundnari og sérstaka. Bæta við myndmerki þínu, breyta litum könnunargluggans, gera leiðbeiningar, setja inn hlekki og margar aðrar aðgerðir eru til staðar til að aðlaga hana. Þú getur jafnvel farið einu skrefið lengra og notað fullkomna hönnunareiginleika eins og að breyta CSS í ítarlegum stillingum.

Kennara-útgáfa
90 EUR
  • Ótakmörkuð svör, kannanir og viðtakendur
  • Gefðu út ótakmarkað magn kannana
  • Fyrirfram tilbúið sniðmátasafn
  • Stuðningur í formi tölvupósts
  • Stuðningur í formi beins spjallþráðar
  • Examinare einingar og samþættingar
  • 1 kerfisstjóra notandi
  • Ekki er hægt að bæta við fleiri notendum
  • Aðgangur að Examinare API
  • Árleg áskrift

Verð fyrir kennara-útgáfu

Eitt af einkennandi eiginleikum kannanakerfis okkar er að okkur mislíkar allar takmarkanir við vinnuna. Við trúum að þegar viðskiptavinur greiðir fyrir þjónustuna þá hafi enginn rétt til að takmarka vinnuna nema hann. Það er þess vegna sem þú færð með kennarareikningnum möguleikann á því að búa til eins margar kannanir og vinna þín krefst, senda þær til eins markgra viðtakenda og þörf er á og safna öllum svörunum án neinna takmarkana.

Vinsamlegast athugið að kennaraútgáfan er lausn sem er einungis ætluð til notkunar í óviðskiptalegum tilgangi og er dreift fyrir lægsta verðið á markaðnum!