Fáðu verðmæta endurgjöf, mat á þjónustunni og fáðu innsýn viðskiptavinarins með hjálp kannana sem byggðar eru á raunverulegum kaupum!
Beiðni um verðtilboðHafðu samband við okkur til að sjá hvað hægt er að gera með afgreiðslukerfi (POS) þitt og Examinare.
Þetta snýst allt um gögn. Til að geta gert jákvæðar breytingar þá verður þú að hafa trú á því sem þú ert að gera. Aðalvandamál kannana sem veita rangar niðurstöður er að hver sem er (jafnvel þeir sem eru ekki viðskiptavinir þínir) geta tekið þátt í þeim eins oft og þeir vilja. Hjá okkur er þetta öðruvísi!
Með könnunum fyrir smásöluverslun, þá ert þú að fullu varinn fyrir þess háttar uppákomum, vegna þess að hver viðtakandi er sannreyndur áður en hann fær aðgang að könnun þinni og getur bara svarað einu sinni.
Kannanir fyrir smásöluverslun er skilvirk leið til þess að safna endurgjöf, vegna þess að viðskiptavinir geyma oft kvittanir fyrir keyptum vörum, að minnsta kosti meðan ábyrgðin er í gildi. Ef þú tekur það með í reikninginn að tölvupóstar týnast oft í miklum fjölda skilaboða sem viðskiptavinir fá á hverjum degi, þá er kvittanakönnun fyrir þig.
Þessa lausn er auðvelt að útfæra í verslun þinni. Examinare kerfið tengist afgreiðslukerfi (POS) þínu, og frekari vinnsla við að safna endurgjöf er gerð algjörlega með sjálfvirkum hætti.
Viðskiptavinurinn fær venjulega kvittun eftir að hafa gert kaup í verslun þinni. Samkvæmt stillingum í Examinare kerfi þínu, þá gæti hann eða hún verið valin til að taka þátt í viðskiptavinakönnun. Upplýsingarnar sem þarf eru prentaðar á kvittunina.
Þegar viðskiptavinur þinn heimsækir síðu könnunarinnar, þá þarf hann að fylla út í nauðsynleg svæði til að geta tekið þátt í könnun þinni. Þessi svæði eru sérsniðin fyrir alla okkar viðskiptavini. Gögnin eru borin saman við kerfið þitt og ef allt er rétt þá er viðskiptavininum leyft að fara inn í könnunina.
Þú getur líka prentað sjálfvirkt framleidda QR kóða í staðinn fyrir hlekk á kvittanakönnun þína eða hvar sem þú vilt. Á þennan hátt getur hver valinn einstaklingur komist í könnun þina með bara einni snertingu.
Það hefur aldrei verið eins auðvelt og nú að safna verðmætum viðskiptalegum upplýsingum með Examinare!
Flest afgreiðslukerfi (POS) úti á markaðnum eru samhæfð við POS endurgjafarkerfin frá Examinare. Við höfum unnið með víðtækum lista af þjónustuaðilum síðan við byrjuðum árið 2006. Það eru nokkur atriði sem nauðsynlegt er fyrir okkur að vita áður en við getum sagt þér að afgreiðslukerfið þitt sé 100% samhæft. Þess vegna þurfum við að hafa samband við þjónustuaðila þinn um samhæfnina.
Ráðgjöfin varðandi hvort afgreiðslukerfi þitt sé samæft er ókeypis. Hafðu samband við okkur í dag til að fá nánari upplýsingar.