Ánægjukannanir viðskiptavina fyrirtækja.

Kannanir á ánægju viðskiptavina sem Examinare býður upp á fyrir fyrirtækjageirann. Við sérhæfum okkur í því að bæta við möguleikanum á mörgum tungumálum við markaðinn fyrir endurgjöf um fyrirtæki.

Þegar þú ert tilbúinn...

Hafðu samband við okkur til þess að fá bestu lausnina fyrir þitt verð.

Ánægjukönnun viðskiptavina með Examinare.

Við hjá Examinare AB höfum yfir tíu ára reynslu í könnunum á ánægju viðskiptavina. Við hjálpum kúnnum með ánægjukannanir viðskiptavina fyrir fyrirtæki. Hvernig við högum könnuninni er blanda af nýrri tækni og klassískum persónulegum samskiptum. Við höfum tekið saman nokkrar mismunandi lausnir sem við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á daglega, þannig að þú fáir tilfinningu fyrir því sem við gerum. Að sjálfsögðu eru ekki öll fyrirtæki eins, og við erum meðvituð um það. Við hvetjum ykkur því til að hafa samband við okkur um verð og umræður um aðgerðir ef þú ert að leita að einhverju fyrir fyrirtæki þitt sem við höfum ekki minnst á hér.

Stýrt verkefni fyrir ánægjukönnun viðskiptavina (MCSSP).

Með stýrðu verkefni fyrir ánægjukönnun viðskiptavina (Managed Customer Satisfaction Surveys Project eða MCSSP til styttingar) þá sjáum við um ánægjukönnun viðskiptavina fyrir fasta upphæð á ári. Þú ákveður hvaða miðil á að nota og við sjáum um reglulega skýrslugerð. Sérstakur verkefnisstjóri er skipaður og mun hann vinna þér við hlið til að fá alla þá endurgjöf sem þín deild þarf. Sambland af hefbundnum símakönnunum, póstkönnunum, tölvupóstherferðum og SMS er bara einn hluti af verkefni þínu.

Við gefum þér allltaf upp fast gjald á mánuði sem verð fyrir verkefnið og MCSSP samningar gilda í 24 til 48 mánuði í hvert sinn. Eitt af því sem fólki líkar best við MCSSP er að þú færð þjónustukannanadeild án þess að þurfa að fara í gegnum vesenið við að setja hana upp. Endurgjöf eftir pöntun. Hafðu samband við okkur til þess að ræða verðið.

Könnunarátak nýrra vara.

Þegar kynna á nýja vöru, þá vinnum við náið með þróunarteymi þínu til að fá þá endurgjöf sem þú þarft. Mörg átök eru hér gerð handvirkt eða með pósti, en við vinnum líka með markhópa til að fá ítarlegri gögn fyrir endurgjöf til þín um vöru eða þjónustu.

Með könnunum fyrir nýjar vörur þá vinnum við með það sem þú hefur. Ef þú hefur ekki viðskiptavini þegar, þá hjálpum við þér að finna þá með úthringingum. Ef þú hefur þegar markhóp, þá getum við mætt þeim á netinu til að spara peninga og eða útsendingar og fá ítarlega endurgjöf um hvað þú þarft til að gera nauðsynlegar aðlaganir á vöru þinni.

Ánægja viðskiptavina meðan gerðar eru breytingar á núverandi vörum.

Mörg fyrirtæki hafa þörf fyrir að endurnýja tækni til að mæta nútíma þörfum markhópsins. Það er ekki óvanalegt að það sé þörf fyrir að endurskipuleggja tæknina frá grunni. Ánægjukannanir viðskiptavina eru því nauðsynlegar ekki bara vegna notkunar tækninnar almennt heldur líka fyrir hinar einstöku aðgerðir.

Við vinnum með starfsmönnum þínum í þróun og stjórnun til að ræða það sem þú ætlar að breyta og hvernig. Eftir það, veljum við núverandi hóp viðskiptavina til að gera könnun á og finna út hverjar eru þarfir þeirra á þessu sviði. Það er mjög algengt á upplýsingatæknisviðinu að forritarar séu að einbeita sér að því að hanna svalar aðgerðir meðan viðskiptavinurinn þarf í raun að einhver hluti af núverandi kerfi hans virki betur. Með okkur sem þekkingarfélaga, þá munt þú vita hverju þarf að breyta og útvega. Við getum stutt þig í gegnum allan þróunarferilinn ef þú vilt.

Við vinnum með yfir 28+ tungumál.

Við vinnum í alþjóðlegu umhverfi endurgjafa. Við útvegum margskonar vörur fyrir fjölda atvinnugreina um allan heim. Þjónusta okkar er á mörgum tungumálum því við metum mikils þýðingar og staðfæringar.

Ef þú ert að leita að alþjóðlegri ánægjukönnun viðskiptavina fyrir þjónustu þína, þá er þér velkomið að hafa samband við okkur til að fá tilboðsverð.

 

Beiðni um verðtilboð

Fylltu út formið að neðan. Vertu viss um að þú fyllir út öll svæði og vinsalmegast vertu viss um að landskóði símanúmers sé með og netfangið sé rétt.
Vinsamlegast sendu beiðni þína á sænsku, ensku eða rússnesku.

Fyrirtæki *


Nafn *


Sími (til dæmis: +46700000000) *


Netfang *


Lýstu þjónustunni sem þú vilt að við veitum þér.
(Eftir að tölvupóstur hefur verið móttekinn þá getur þú hlaðið upp skrám í þjónustubeiðnarpóstinn sem verið er að búa til.)

Áætlað verð
(Áætluð tala með gjaldmiðli) *


Spurning gegn amapósti

2+8= *

Newsletters from Examinare
Þú munt núna fá mánaðarlegt fréttabréf okkar sjálfvirkt, en þú getur afskráð þig með einum smelli.