Ánægjukannanir viðskiptavina.

Þú velur hvernig við eigum samskipti við viðskiptavini þína og við söfnum upplýsingunum um ánægju viðskiptavina fyrir þig. Nokkrar af tiltækum aðferðum eru tölvupóstur, bréfpóstur, SMS eða símakannanir.

Veldu aðferðina og við munum hjálpa þér að gera ánægjukönnun viðskiptavina:

Fylltu inn í formið neðst á síðunni til að fá verðtilboð.

Ánægjukönnun viðskiptavina með tölvupósti.

Tölvupóstur er hagkvæmasta aðferðin í dag fyrir viðskiptavinakannanir. Allir þínir viðskiptavinir fá persónulegan hlekk með tölvupósti. Það sem greinir okkur frá öðrum þjónustuaðilum er að við höfum einingaverð fyrir að búa til spurningar viðskiptavinakönnunar, senda hana út, minna allt að tvisvar sinnum á könnunina og síðan greina gögnin. Við notum ekki sniðmát til að búa til viðskiptavinakannanir, heldur byggjum við á sérþekkingu og almennri skynsemi sem við höfum aflað okkur á mörgum árum í þessum geira.

Ánægjukönnun viðskiptavina með SMS.

Ánægjukönnun viðskiptavina með SMS er ein af hröðustu aðferðunum í dag. Viðskiptavinir fá sjálkrafa sent SMS með hlekk þar sem þeir geta svarað farsímaútgáfu af könnuninni fyrir viðskiptavini. Þeir geta svarað hvar sem þeir eru í símasambandi. SMS er mjög fljótleg aðferð, og með okkar sérstaka umhverfi, þá geta jafnvel viðskiptavinir sem ekki hafa Android eða iPhone svarað SMS könnun okkar, þar sem það eina sem þú þarft er farsímagögn á símanum þínum og síma sem var framleiddur eftir 2003. Þetta gerir þér kleift að fá hærra svörunarhlutfall en hjá öðrum þjónustuaðilum.

Ef þú vilt gera viðskiptavinakönnun sem er alltaf í gangi, þá er það líka mögulegt með mælaborðslausnum okkar fyrir viðskiptavinakannanir. Mælaborðslausnir okkar eru tiltækar fyrir margskonar tegundir viðskiptavina, og þú getur lesið um einn af þeim (Hótel mælaborð) hér.

Það skiptir ekki máli hvort þetta sé viðskiptavinakönnun sem er alltaf í gangi eða einsskiptiskönnun, við höfum lausnina fyrir þig.

Viðskiptavinakönnun með bréfpósti / hefbundnum pósti, kallaðar póstkannanir.

Viðskiptavinakönnun okkar með bréfpósti er hægt að svara bæði með umslagi fyrir svar eða með því að viðtakandinn fari á persónulegan hlekk og svari spurningunum rafrænt. Hjá okkur færðu verð sem nær yfir póstsendingar, skýrslur og greiningu.

Póstkannanir eru aðeins hægvirkari en viðskiptavinakannanir með tölvupósti eða SMS. Verkefnið tekur venjulega 8-10 vikur frá upphafi til greiningar. Við höfum gert viðskiptavinakannanir á sænsku, ensku, arabísku, frönsku og rússnesku. Við bjóðum líka upp á þann möguleika að sameina póstkönnun við eftirfylgni í gegnum síma, tölvupóst / SMS til að hraða framkvæmdinni.

Viðskiptavinakannanir í gegnum síma / símakannanir.

Símakannanir eða viðskiptavinakannanir í gegnum síma er hægt að gera á annan hátt. Við getum framkvæmt hefbundna símakönnun, þar sem fulltrúi úr þjónustudeild hringir í viðskiptavini þína. Í þessari tegund kannana fyrir viðskiptavini, koma margskonar pælingar frá viðskiptavinum inn í könnunina sem þú færð orðrétt til þín, til viðbótar við þær spurningar sem starfsfólk okkar spyr þá. Með könnun fyrir viðskiptavini í gegnum síma, þá færð þú bæði meigindlegar (quantitative) og eigindlegar (qualitative) niðurstöður sem færa þér sannleikann.

Endurgjöf með sjálfvirkum símhringingum

Við höfum líka þjónustu fyrir sjálfvirkar símakannanir sem nota hljóðskrár til að hringja. Þessi tækni gefur þér stöðuga endurgjöf um það hvernig viðskiptavinir skynja þig. Þetta má gera með því að eftir símtal við viðskiptavininn sé honum gefið samband við símamiðstöð okkar eða að sjálfvirk símamiðstöð okkar hringi í viðskiptavininn 5 mínútum eftir að símtalinu við beinu línuna þína lauk. Lausnin okkar hjálpar þér líka við að koma auga á mjög óánægða viðskiptavini og snúa við þróuninni hjá þeim. Þessi viðskiptavinakönnun er ein af þeim mest notuðu fyrir símamiðstöðvar og þú hefur sennilega svarað einni slíkri einhvern tímann.

Til að vita hvers konar viðskiptavinakönnun í gegnum síma er best fyrir þig, þá er þér velkomið að hafa samband við okkur til að ræða málið.

 

Beiðni um verðtilboð

Fylltu út formið að neðan. Vertu viss um að þú fyllir út öll svæði og vinsalmegast vertu viss um að landskóði símanúmers sé með og netfangið sé rétt.
Vinsamlegast sendu beiðni þína á sænsku, ensku eða rússnesku.

Fyrirtæki *


Nafn *


Sími (til dæmis: +46700000000) *


Netfang *


Lýstu þjónustunni sem þú vilt að við veitum þér.
(Eftir að tölvupóstur hefur verið móttekinn þá getur þú hlaðið upp skrám í þjónustubeiðnarpóstinn sem verið er að búa til.)

Áætlað verð
(Áætluð tala með gjaldmiðli) *


Spurning gegn amapósti

4+9= *

Newsletters from Examinare
Þú munt núna fá mánaðarlegt fréttabréf okkar sjálfvirkt, en þú getur afskráð þig með einum smelli.