
Examinare
Kjörorð Examinare
Við trúum því að ábyrgð okkar sé fyrst og fremst gagnvart notendum okkar, hvort sem þeir eru fólkið sem veitir endurgjöfina eða fólkið sem er að biðja um hana. Þar sem við störfum á alþjóðavettvangi, þá verðum við stöðugt að kappkosta að allir hlutar þjónustu okkar sé einfaldir, þýddir og staðfærðir og þróa þjónustu okkar í takt við breytingar á þörfum notenda.
Við verðum að kappkosta að uppfylla allar þarfir viðskiptavina með því að endurbæta samþættingu okkar þjónustu við hugbúnað þriðju aðila og með því að búa til ytri lausnir til að brúa bilið milli þess sem er til í dag þess sem þarf að vera til á morgunn. Við viljum leiðbeina þér til ævintýra morgundagsins með því að safna endurgjöf á heimsvísu.
Examinare
Nóvember 2005
Þetta byrjaði allt þegar einn af okkar aðalviðskiptavinum vildi búa til könnun sem hægt væri að gera á vefnum og á götunni. Við bjuggum til kerfi fyrir gagnanám (data mining) fyrir þetta verkefni.
Nafnið á verkefninu var Examinare.
Júní 2006
Examinare vefþjónusta sett í gang.
Eftir að Examinare verkefninu lauk, þá fengum við fleiri viðskiptavini sem vildu samskonar þjónustu. TV4 (Svíþjóð) og Bang & Olufsen (Danmörk) voru með fyrstu viðskiptavinunum.
Janúar 2008
Farsímakönnunartækni
Við hjá Examinare erum ein af þeim fyrstu til að bjóða sérstaka könnunartækni sem hægt var að nota á hvaða farsíma sem er. Sama tæknin fyrir alla farsíma hefur verið í notkun þangað til í dag. Ekki bara snjallsímar.
Mars 2008
Þýðing yfir á öll tungumál Norðurlanda
Examinare var þýtt yfir á dönsku, finnsku og norsku úr upphaflegri sænsku og ensku.
Júní 2008
Examinare API kynnt til sögunnar
Við vissum frá upphafi að API væri örugg leið til þess að útvíkka tækni Examinare í könnunum í framtíðinni. Við höfum öflugt API frá 2008 sem vex stöðugt.
2009
Examinare AB var sett á fót og fyrstu samþættingar gerðar.
Examinare AB var sett á fót og varð hinn nýji eigandi Examinare kannanakerfisins, og þar með var eignarhlutinn færður frá sænska vefþjónustufyrirtækinu IT Kroonan. Examinare AB bjó til fyrstu þrjár samþættingar Examinare kannanakerfisins. Þessar samþættingar (integrations, nú kallaðar extensions) voru fyrir Fortnox, MailChimp og Dropbox.
2010-2011
Útvíkkað API og samþættingar
Á árunum 2010 og 2011 var kannanakerfið og Examinare API útvíkkað. Kerfið og vefsvæðin voru þýdd á alls 14 tungumál.
2013
Samþættingarverkefni í Ástralíu.
Examinare var handútvalið af stóru mannauðsfyrirtæki í Ástralíu til að útvega þeim nýtt kerfi fyrir eitt af hæfnisprófum þeirra. Verkefnið var afhent og er núna notað sem hagkvæm leið til prófunar á netinu.
2014-2016
Breitt úrval af nýjum þjónustum.
Examinare svítan af verkfærum var stækkuð um 14 nýja hugbúnaði þar með talið Mystery Shopping einingar, Clinic Evaluator hugbúnaðinn og mælaborðin (Dashboards). Það eru meira en 28 tungumál studd, þar með talin arabíska og íslenska. Hin vinsæla viðbót okkar fyrir eftirfylgniþjónustusamskipti fyrir Zendesk var kynnt til sögunnar.
Í dag
Við gerum þér tilboð.
Í dag vonumst við til að fá þá ánægju að gera þér verðtilboð og senda þér tilboð sem lætur okkur veita þér bestu lausnina og hefja samvinnu til margra ára.
Áreiðanleg á heimsvísu

Verðtilboð
Finndu út hvernig Examinare getur aðstoðað þig! Einn af sérfræðingum okkar hjá examinare mun hafa samband við þig bráðlega til að ræða þarfir þínar og hvernig lausnir Examinare geta komið þér til góðs.
Fylltu út eyðublaðið og við munum hafa samband við þig bráðlega.